top of page
many builders working on a new building.jpg
many builders working on a new building.jpg

Finndu starfsmann

Hjá Starf X ráðningarþjónustu sérhæfum við okkur í að útvega íslenskum fyrirtækjum hæft og reynslumikið starfsfólk í ýmis störf. Starfsfólk okkar samanstendur, í dag, aðallega af einstaklingum frá Póllandi en einnig má finna Íslendinga á starfsmannalistanum okkar.

Við leggjum okkur fram um að útvega starfsfólk innan þriggja vikna og tryggja að það hafi að lágmarki tveggja ára reynslu á sínu sviði, ásamt enskukunnáttu á samskiptastigi eða hærri.

Starfsfólk okkar samanstendur af fagfólki með fjölbreyttan bakgrunn, svo sem verkamönnum, trésmiðum, rafvirkjum, múrurum, málurum, blikksmiðum, vélvirkjum, suðumönnum og bílstjórum með viðbótarmenntun, þar á meðal krana- og vélstjórnarvottorð svo eitthvað sé nefnt.   

Láttu okkur vita hverslags starfsmann þig vantar og við munum gera okkar besta til verða við þeirri beiðni.


Við hjá Starfx munum sjá um allt undirbúningsstarf og pappírsvinnu og tryggjum að starfsmenn hafi húsnæði, aðgang að samgöngum og nauðsynlegan vinnufatnað ef þörf krefur.

Ef starfsmaður uppfyllir ekki væntingar vinnuveitanda ber fyrirtækið okkar ábyrgð á að finna nýjan í hans stað.

 

 

 

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir ráðningarferlið okkar
people working in a chocolate factory.jpg

Ráðningarferlið

  • Ráðningarferlið
    Ferlið hefst þegar fulltrúi frá fyrirtækinu þínu hefur samband við starfsmann í StarfX.

     

  • Óskir fyrirtækisins

    Fulltrúi fyrirtækisins tilgreinir hvers konar starfskraft hann þarfnast og áætluð er lengd og tímasetningu ráðningar. Skoðuð eru hæfnisskilyrði og aðrir þættir sem tengjast starfinu, svo sem vinnutími og staðsetning svo eitthvað sé nefnt.

     

  • Samningur
    Þegar samningsdrög hafa verið skoðuð og samþykkt þá hefst leitin af tilvonandi starfsmanni.  Fyrirtækið fær sent til sín þær ferilskrár sem eru nú þegar á skrá og ef þær uppfylla ekki væntingar þá munum við leita nýrra starfsmanna í gegn um tengslanet okkar.

  • Upphaf leitarinnar
    Í flestum tilfellum, þegar óskað er eftir starsmanni, bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á marga möguleika til að velja úr.

     

  • Tímalína
    Markmið okkar er að ljúka ferlinu frá samþykki fyrirtækisins þar til starfsmaður hefst störf innan þriggja vikna.
     

  • Ferilskrár
    Ítarlegur undirbúningur og rannsóknir eru lykilatriði. Við leitum að einstaklingum með bæði sérþekkingu og reynslu á sínu sviði. Að tryggja hæft starfsfólk er til hagsbóta fyrir alla aðila sem koma að þessu ferli.

     

  • Viðtöl
    Við metum samskiptahæfni umsækjenda, sérþekkingu, reynslu, aðstæður og aðra þætti sem eru mikilvægir fyrir farsæla ráðningu. Að sjálfsögðu hefur fulltrúi fyrirtækisins tækifæri til að hitta væntanlegan starfsmann áður en endanleg ákvörðun er tekin.

     

  • Atvinna
    Ef fyrirtækið er ánægt er ráðningarsamningur undirritaður og upphafsdagur starfsmannsins ákveðinn. Fulltrúi StarfX mun sjá um alla nauðsynlega pappírsvinnu.

     

  • Íslensk kennitala og tryggingar

    Um leið og ráðningunni er lokið sækjum við um Íslenska kennitölu fyrir væntanlegan starfsmann og tryggjum viðkomandi bæði heima og á vinnustað.
     

  • Ferðalög, gisting, samgöngur og klæðnaður

    Umboðsmaður hjá StarfX mun aðstoða nýja starfsmanninn við bókun og kostnað vegna flugferða, ef þörf krefur. Að auki mun StarfX útvega húsnæði, farartæki og vinnufatnað ef þörf er á.
     

  • Atvinnuleyfi

    Við skráum starfsmanninn hjá Vinnumálastofnuninni og leggjum fram ráðningarsamninginn.
     

  • Upphaf vinnu

    Þegar öllu ferlinu er lokið getur starsmaðurinn hafið störf.
     

  • Tryggingar og veikindi
    Ef starfsmaður uppfyllir ekki væntingar vinnuveitanda ber Starf-x ábyrgð á að finna nýjan starfsmann. Vinnuveitandi ber ekki ábyrgð á kostnaði vegna veikinda starfsmanns. Við hjá StarfX  munum útvega nýjan starfsmann ef þess er óskað.

files, desk, computer, office.jpg

Sendu okkur fyrirspurn um starfsmann

starfx_edited.jpg

StarfX- ráðningar og starfsmannamiðlun

Heimilisfang

Móhella 7c.

221 Hafnarfjörður

Sími

Polish and english
+354-788-0467

​Islandic and english
+354-617 3338

Tölvupóstur

Samfélagsmiðlar

  • Facebook

Takk fyrir að hafa samband

bottom of page